Undanfarið hafa svokallaðar capri buxur látið bera meira á sér á samfélagsmiðlum og virðast þær vera að koma aftur í tísku, þúsaldarkynslóðinni til ama.
Capri buxur voru fyrst vinsælar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en komu svo aftur í tísku upp úr aldamótum, eins og svo margar konur á fertugs- og fimmtugsaldri muna vel eftir.
Sunneva Einars ákvað að hoppa á vagninn. „Trúi því ekki að capri buxur séu komnar aftur í tísku, elskum við eða hötum?“ skrifaði hún með myndbandi á Instagram.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
Vinkonur og fylgjendur Sunnevu virtust flest vera á sama máli, þau sögðust elska flíkina.
Það er óhætt að segja að þessar kálfasíðu buxur hafa verið talsvert á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði, sumir vilja aldrei sjá þær aftur á meðan aðrir taka hringrás tískunnar fagnandi.
Hvað segja lesendur? Erum við tilbúin í þetta trend aftur?