Julen Lopetegui hefur náð samkomulagi við West Ham um að verða næsti stjóri liðsins. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Nú er ljóst að David Moyes er á förum frá West Ham þegar samningur hans rennur út í sumar.
Arftaki hans verður að öllum líkindum Lopetegui, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.
Lopetegui, sem er fyrrum stjóri Real Madrid, stýrði síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni en hann yfirgaf félagið skömmu fyrir yfirstandandi leiktíð.
Moyes hefur stýrt West Ham síðan 2019 en þar áður var hann með liðið frá 2017-2018. Undir hans stjórn vann liðið Sambandsdeildina í fyrra.
🚨⚒️ EXCL: Julen Lopetegui has agreed terms with West Ham to become new head coach replacing David Moyes from next season.
Lopetegui has accepted #WHUFC proposal, ready to proceed to formal stages.
Details being finalised then contracts will be signed but agreement in place. pic.twitter.com/guHfAj7PMv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 6, 2024