Margir stuðningsmenn Tottenham virðast vera komnir með nóg af stjóra liðsins ange Postecoglou eftir erfitt gengi undanfarið.
Tottenham byrjaði mjög vel undir Postecoglou en hefur alls ekki spilað vel í síðustu leikjum sínum.
Lundúnarliðið tapaði 4-2 gegn Liverpool í gær en lentu 4-0 undir og sá í raun aldrei til sólar í viðureigninni.
Fjölmargir stuðningsmenn Tottenham létu í sér heyra á samskiptamiðlum eftir tapið en liðið lá gegn Chelsea 2-0 í umferðinni fyrir það.
Þessir stuðningsmenn vilja meina að Postecoglou geti ekki aðlagast hverju liði fyrir sig og að spila eins gegn öllum liðunum virki einfaldlega ekki í úrvalsdeildinni.
Tottenham á tvo leiki eftir á tímabilinu en þeir eru gegn Burnley og Manchester City.