Arnór Ingvi Traustason skoraði stórkostlegt mark fyrir lið Norrkopign sem mætti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Arnór spilaði 82 mínútur í leiknum en því miður hafði mark hans snemma í seinni hálfleik lítið að segja um úrslitin.
Arnór lagaði stöðuna í 3-2 fyrir Norrkoping en AIK bætti síðar við þremur mörkum og vann öruggan 6-2 sigur.
Íslenski landsliðsmaðurinn getur þó verið stoltur af markinu sem má sjá hér fyrir neðan.
PANG! Arnór Traustason med en rejäl smällkaramell och IFK Norrköping har fått en drömstart på andra halvleken mot AIK ⚪🔵
📲 Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/z8ae85KK6y
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 5, 2024