Liverpool 4 – 2 Tottenham
1-0 Mohamed Salah(’16)
2-0 Andy Robertson(’45)
3-0 Cody Gakpo(’50)
4-0 Harvey Elliott(’59)
4-1 Richarlison(’72)
4-2 Son Heung Min(’77)
Liverpool vann nokkuð þægilegan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin áttust við á Anfield.
Leikurinn var heldur betur fjörugur en sex mörk voru skoruð og fjögur af þeim voru frá heimaliðinu.
Liverpool komst í 4-0 og virtist ætla að tryggja sér mjög auðveldan sigur en Tottenham gafst þó ekki upp.
Tottenham tókst að laga stöðuna í 4-2 áður en flautað ver til leiksloka en heimaliðið var betri aðilinn nánast allar 90 mínúturnar.
Tottenham getur nánast gleymt því að ná Meistaradeildarsæti en liðið er sjö stigum á eftir Aston Villa sem situr í fjórða sæti.