fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Sýning á nýjum lúxus-rútum frá RAG ehf.

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RAG Import & Export ehf sérhæfir sig m.a. í sölu Benz-hópferðabíla, sem notið hafa einstakra vinsælda hér á landi, einkum til aksturs á ferðamönnum vítt og breitt um landið.

Næstkomandi laugardag, 13. febrúar, verður RAG með sýningu á rútunum að Helluhrauni 4, Hafnarfirði á milli kl. 10.00 og 16.00 og verður hægt að panta sérsmíðaða rútu á staðnum en vegna vinsælda þeirra er biðtíminn eftir afhendingu orðinn 6 mánuðir frá staðfestingu pantana.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Sérinnréttaðar lúxus-rútur

Bílarnir eru 19-24 sæta af gerðinni Mercedes Benz Sprinter 519 Bluetec sem svara vel kröfum markaðarins um vel útbúna hópferðabíla en þeir veita farþegum þægindi á við bestu fólksbíla. Bílana er hægt að fá hvort sem er afturhjóla- eða fjórhjóladrifna. „Í grunninn er um að ræða venjulegan hópferðabíl,“ segir Rafn, „en innrétting og búnaður hafa síðan verið endurbætt til að gefa farþegum meira rými. Gluggar eru með tvöföldu gleri sem eykur hljóðeinangrun og kemur í veg fyrir móðumyndum. Farangurshillur eru fyrir ofan sæti og neðan á þeim eru stýranlegir stútar fyrir loftflæði fyrir hvern farþega, lesljós og hátalari. Falleg viðarklæðning fyrir neðan farangurshillurnar gefur bílnunum fágað yfirbragð og lúxustilfinningu.“

Fyrirtækið, sem flytur einnig til og frá landinu ný og notuð atvinnutæki, leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu við viðskiptavini þar sem heiðarleiki og traust er í fyrirúmi. „Mikilvægt er að upplifun viðskiptavina okkar sé ánægjuleg og traust en við höfum verið einstaklega heppin með viðskiptavini í gegnum árin sem hafa sýnt okkur mikla tryggð og eru margir orðnir góðir vinir okkar – eftir margra ára viðskipti. Það er líka vert að geta þess að hjá RAG er enginn viðskiptavinur of lítill og enginn of stór,“ segir Rafn A. Guðjónsson sölustjóri.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Vinnutæki frá þýska gæðaframleiðandanum Fliegl

Meðal nýjunga í atvinnutækjageiranum segir Rafn helst vera nýju Push-off vagnana frá Fliegl sem eru þeim eiginleikum gæddir að vera ekki með hefðbundnar sturtur heldur ryðja þeir af sér efninu. „Á það jafnt við vagna fyrir
verktaka sem og fyrir landbúnað, en íslenskir bændur hafa í auknum mæli verið að kynna sér lausnirnar frá Fliegl.

Mykjudreifararnir og haugsugurnar frá Fliegl eru t.d. vinsælustu dreifararnir í Þýskalandi í dag og hafa verið undanfarin ár,“, segir hann að lokum.

RAG Import & Export ehf. er til húsa að Helluhrauni 4, Hafnarfirði, skrifstofusími er 565-272. Nánari upplýsingar veitir Rafn A. Guðjónsson í síma 892-7502,

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“