Burnley fékk skell á heimavelli í fallbaráttunni í Englandi í dag er liðið mætti Newcastle á Turf Moor.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði vissulega upp mark í þessum leik en hann kom inná sem varamaður er um hálftími var eftir.
Það var aðeins sárabótarmark en Burnley var 4-0 undir er það mark var skorað og átti í raun aldrei möguleika gegn sterku Newcastle liði.
Nottingham Forest vann á sama tíma lið Sheffield United 3-1 í fallbaráttunni og er með 29 stig í 27. sæti.
Ljóst er að Burnley þarf kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni en liðið er með 24 stig og situr í 19. sæti er tvær umferðir eru eftir.
Þá áttust við lið Brentford og Fulham en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
Burnley 1 – 4 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’19)
0-2 Sean Longstaff(’35)
0-3 Bruno Guimaraes(’40)
0-4 Alexander Isak(’55)
1-4 Dara O’Shea(’86)
Sheffield United 1 – 3 Nottingham Forest
1-0 Ben Brereton Diaz(’17, víti)
1-1 Callum Hudson Odoi(’27)
1-2 Ryan Yates(’51)
1-3 Callum Hudson-Odoi(’65)
Brentford 0 – 0 Fulham