Ipswich er búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en það eru fréttir sem gætu komið mörgum á óvart.
Ipswich var alls ekki talið líklegt til árangurs áður en flautað var til leiks síðasta vetur en liðið endaði í öðru sæti deildarinnar.
Það varð ljóst í dag eftir sigur á Huddersfield en heimaliðið hafði betur 2-0 með mörkum Wes Burns og Omari Hutchinson.
Ipswich er með 96 stig í öðru sæti deildarinnar og er stigi á eftir toppliði Leicester sem fer einnig upp.
Eitt annað lið fer einnig upp en það verður á milli Leeds, Southampton, West Bromwich Albion og Norwich.
Ipswich tryggði sér sæti í Championhip deildinni fyrir tímabilið og er árangurinn því stórkostlegur.