Thiago Silva, leikmaður Chelsea, hefur gefið það út að hann sé að kveðja félagið eftir um fjögur ár í London.
Silva hefur verið orðaður við ýmis félög en þá aðallega Fluminese sem er í heimalandinu, Brasilíu.
Fabrizio Romano greinir nú frá því að Silva sé búinn að ná samkomulagi við Fluminese og gerir tveggja ára samning.
Það er ekki venjan að fertugir leikmenn fái tveggja ára samning en Silva verður 40 ára gamall í september.
Hann fær þrátt fyrir það tveggja ára samning og verður bundinn Fluminese til ársins 2026.