Flestir búast við því að Arsenal vinni nokkuð þægilegan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Bournemouthj á heimavelli.
Arsenal er fyrir leikinn í toppsætinu, stigi á undan Manchester City sem á þó leik til góða og tvo leiki eftir viðureign hádegisins.
Bournemouth hefur í raun engu að keppa nema stoltinu í dag en hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Brighton og Wolves.
Hér má sjá byrjunarliðin á Emirates.
Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu; Ødegaard, Rice, Partey; Saka, Havertz, Trossard.
Bournemouth: Travers; Smith, Zabarnyi, Senesi, Ouattara; Cook, Christie; Semenyo, Scott, Kluivert; Solanke.