Erik ten Hag, stjóri Manchester United, býst sterklega við því að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur.
Ten Hag er orðaður við brottför frá United en gengi liðsins í vetur hefur ekki staðist væntingar.
Hollendingurinn er þó ákveðinn í að snúa genginu við og er viss um að hann fái tækifæri til þess.
,,Ég geri ráð fyrir því að ég verði stjóri Manchester United á næsta ári,“ sagði Ten Hag.
,,Ég skrifaði undir langtímasamning við félagið og ég er alls ekki manneskja sem labbar burt og gefst upp.“
,,Samband við Ajax? Nei, en í framtíðinni? Af hverju ekki.“