Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að hann hafi ekki fengið sinn draumaleikmann til félagsins.
Um er að ræða miðjumanninn Frenkie de Jong sem hefur oftar en einu sinni verið orðaður við enska stórliðið.
De Jong er leikmaður Barcelona í dag en hann vann með Ten Hag hjá Ajax í Hollandi í dágóðan tíma.
Ten Hag vildi fá De Jong til Manchester og hefur nú staðfest það en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum.
,,Við hefðum valið Frenkie de Jong og Casemiro á miðjuna,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports.
,,Þeir hefðu tengt vel við hvorn annan. Þeir myndu henta hvor öðrum mjög vel. Ef þú vilt spila eins og Ajax spilar þá þarftu svona leikmann.“