fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Fókus
Föstudaginn 3. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynda-og sjónvarpsframleiðslufyrirtækið Sagafilm og kvikmynda-og sjónvarpsframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hafa samið við Sindra Freysson rit-og handritshöfund um að skrifa sex þátta docudrama-sjónvarpsseríu um ævintýralegan feril athafnamannsins Jósafat Arngrímsson.

Þetta kemur fram um tilkynningu frá Sagafilm.

Sindri skrifaði handrit fjögurra hlaðvarpsþátta um sögu Jósafats, Joe Grimson – Saga af svikum, sem RÚV flutti fyrir rúmu ári í dagskrárgerð hans og dóttur hans, Snærósar. Þættirnir slógu rækilega í gegn og eru nú á meðal vinsælustu íslensku hlaðvarpa frá upphafi, en alls hafa þeir fengið á þriðja hundrað þúsund hlustanir.

Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum á sjöunda áratuginum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum, rak fjölmörg fyrirtæki í Keflavík og var í hávegum hafður hjá bandarískum herforingjum þegar að spilaborgin hrundi skyndilega. Upp komst um umfangsmikil fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Jósafat flutti síðan til Írlands þar sem hann breytti nafninu í Joe Grimson og átti eftir að koma næstu áratugi rækilega við sögu lögregluyfirvalda í Írlandi, Bretlandi og Noregi fyrir aðkomu að hugvitsamlegum og stórfelldum fjársvikum. Ævintýri hans spanna langt og viðburðaríkt tímabil þar sem við sögu koma m.a. íbúar sjávarþorpa á norðurslóð, stríðsherrar í Afríku, vinsælar dægurstjörnur þess tíma og harðsvíraðir stórglæpamenn.

Nánar má lesa um mál Jósafats hér.

Gaukur Úlfarsson, deildarstjóri dagskrárefnis og heimildamynd hjá Sagafilm hefur þetta að segja um verkefnið:

Það er fagnaðarefni að hefja starf við þáttagerð um Joe Grimson með svo öflugu teymi innaborðs. Lífshlaup hans var með ólíkindum litríkt og snertifletir við bæði liðna áratugi og samtímann margir og óvæntir. Stefnt er að sam-evrópskri framleiðslu enda spannar saga Joe nokkur lönd og heimsálfur. Þetta er ákaflega spennandi verkefni sem fellur vel að þáttagerð og stefnu Sagafilm.”

Sigurjón Sighvatsson telur söguna um Joe Grimson vera einstaka og ótrúlega og hana verði að setja í myndrænan búning:

„Það hafði óneitanlega áhrif að ég hafði hitt Jósafat Arngrímsson á unga aldri og þótt maðurinn bæði ævintýralegur og minnisstæður. Saga hans býr yfir svo ótal mörgu sem höfðar til fólks hvar sem er í heiminum. Það er tilhlökkunarefni að vinna með Sagafilm og Sindra að gerð þessara þátta sem verða sannarlega metnaðarfull viðbót við íslenska heimildaþáttagerð. Þetta er ákaflega ferskt og áhugavert efni sem ég hef tröllatrú á að höfði bæði til áhorfenda hérlendis og erlendis.“

Sindri Freysson segir að verkefnið sé í góðum höndum:

Saga Joe Grimson er sannarlega mögnuð og snertir ótal margar hliðar þjóðfélagsins, hvort sem um er að ræða samskiptin við herinn, íslensk stjórnmál, íslenska poppsögu eða háskadraum margra athafnamanna um að auðgast hratt á erlendri grundu, svo fátt eitt sé  nefnt. Ég hef rannsakað þessa sögu um langt árabil og hlakka til að koma henni fyrir sjónir alþjóðar og vonandi sem víðast í góðu samstarfi við jafn hæfileikaríka reynslulbolta og Sigurjón og Sagafilm-teymið. Ég er viss um að saga Joe Grimson gæti ekki verið í betri höndum.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“