Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Það var ljóst í vikunni að enska úrvalsdeildin fær ekki auka Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð vegna árangurs á þessari leiktíð. Þau fara til Ítalíu og Þýskalands.
„Þetta er merkilegt, miðað við fjármagnið sem enska deildin hefur úr að moða. En það er kannski líka út af deildin er svo jöfn og sterk, hin liðin geta sett meira púður í Evrópu,“ sagði Kjartan.
„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina en það spilar inn í að Manchester United er í lægð, Newcastle fer sem eru ekki með mikla reynslu af þessari keppni.
Um helgina hvílir PSG bara Mbappe, það er ekkert hægt á Englandi í baráttunni þar,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.