fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

433
Laugardaginn 4. maí 2024 07:00

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.

video
play-sharp-fill

Albert Guðmundsson er að fara á kostum með Genoa í Serie A á þessari leiktíð. Hann er kominn með 14 mörk á þessari leiktíð og stórlið hafa áhuga á honum, þar á meðal Inter sem þegar hefur tryggt sér Ítalíumeistaratitilinn.

„Það virðast vera ansi margar dyr opnar fyrir hann og Serie A er rosalega heillandi heimur. Það væri gaman að sjá hann halda áfram vaxa þar. Þegar maður er á Ítalíu sér maður að það er allt í gangi og það er allt undirlagt þessu,“ sagði Kjartan.

Hann telur þó ólíklegt að Albert fari til Inter miðað við kaupstefnu félagsins.

„Ef maður horfir á Beppe Marotta og hvernig hann hefur keypt inn hjá Inter hefur hann meira farið í eldri leikmenn sem kosta minn á frjálsri sölu og svo hafa þeir tekið ein stór kaup. Þeir eru ansi vel settir fram á við með Lautaro og Marcus Thuram, svo voru þeir að fá Mehdi Taremi,“ sagði Kjartan en hann telur að það verði í forgangi hjá Inter að styrkja vörnina.

Hrafnkell tók til máls.

„Ég held hann endi ekki í Inter. Þeir eru með Lautaro Martinez og Marcus Thuram sem eru langbesta sóknardúóið í vetur. Ég held hann velji bara eitthvað annað. Lið sem vantar hann er Juventus. Þeir eru með Vlahovic en Chiesa er að fara og Albert væri fullkominn með honum.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
Hide picture