Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Valur er með aðeins fimm stig eftir fjóra leiki í Bestu deild karla. Liðið er ógnarsterkt, fékk til að mynda Gylfa Þór Sigurðsson til sín í sumar, og gengið því ekki ásættanlegt.
„Þú færð leikmenn eins og Gylfa, ert fyrir með menn eins og Aron, Kristinn Frey og Birki Má, þá verður pressan enn þá meiri. Og pressan er ekki bara á að vinna leikina heldur líka spila áferðafallegan fótbolta og það setur einhvern tón,“ sagði Kjartan.
Hrafnkell tók til máls.
„Það sem mér finnst fyndið hér á Íslandi er að við erum svo mikil „overreaction“ deild. Jökull Elísabetarson var allt í einu orðinn heitur, maður sem náði Evrópusæti með Stjörnunni í fyrra þegar enginn bjóst við því.
Ég held að ástæðan sé að við bíðum svo lengi eftir tímabilinu, við verðum að byrja vel,“ sagði hann.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar