fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeild fréttaskýring Maríu Sigrúnar Logadóttur verður sýnd í fullri lengd í Kastljósi á mánudag. Frá þessu greinir María á Facebook.

Fyrir rúmri viku var greint frá því að María Sigrún yrði ekki í ritstjórn Kveiks þegar fréttaskýringaþátturinn snýr aftur í haust. Fram kom að ritstjóri þáttarins hafi sagt Maríu að hæfileikar hennar liggi ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku enda hefði henni annars átt að verða ljóst að umfjöllun hennar væri ekki tilbúin til birtingar. Ætti María heldur að einbeita sér að störfum sem fréttaþula.

Málið þótti allt hið furðulegasta og kröfðust margir svara um rannsóknarefni Maríu. DV greindi frá því að þar væri um að ræða bensínstöðvalóðamál borgarinnar sem hefur verið sökuð um örlætisgerning til olíufélaga undir flaggi loftlagsstefnu og orkuskipta. Þannig hafi lóðin orðið af milljörðum í formi byggingarréttar.

Eins var ritstjóri Kveiks sakaður um kvenfyrirlitningu fyrir að tala niður hæfileika Maríu Sigrúnar í fréttamennsku, þrátt fyrir mikla reynslu hennar og menntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“