fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2024 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur borist ákæra frá Héraðdómi Reykjaness í máli er varðar barnslát við Nýbýlaveg. Móðir sex ára drengs hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið honum að bana og fyrir tilraun til manndráps gagnvart 11 ára bróður drengsins.

Í ákæru kemur fram að drengurinn lést vegna köfnunar í svefni en móðirin er sögð hafa beitt kodda gegn honum er hann var sofandi, sem og höndum sínum. Hún er síðan sögð hafa gert tilraun til þess sama gagnvart bróður drengsins en hann vaknaði við atlögu hennar og losaði sig úr tökum hennar.

Ákæruliðirnir eru tveir og snerta hvor meint brot konunnnar gegn hvorum drengnum fyrir sig. Hvað varðar yngri soninn er hún ákærð fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Hvað varðar eldri soninn er hún ákærð fyrir tilraun til manndráps og brot í nánu sambandi.

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Vegna láts yngri sonarins gerir aðstandandi kröfu um miskabætur upp á tíu milljónir króna. Fyrir hönd bróður hans er gerð miskabótakrafa upp á átta milljónir.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald er lokað og því er ekki hægt að fá upplýsingar um hvort konan lýsti sig seka eða saklausa við þingsetninguna. Aðalmeðferð í málinu hefur ekki verið ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“