Enskir og ítalskir miðlar segja að Manchester United ætli að gera aðra tilraun til þess að fá Adrien Rabiot.
United reyndi að fá Rabiot síðasta sumar þegar hann var samningslaus en það gekk ekki.
Þess í stað framlengdi Rabiot við Juventus til eins árs og er samningurinn því aftur að renna út.
Rabiot er 29 ára gamall franskur landsliðsmaður sem hefur átt góða tíma hjá Juventus.
United vill styrkja miðsvæði sitt í sumar og telur félagið að Rabiot geti gert það.