Myndlistamaðurinn Jón Óskar syrgir Bowie
„Ég hef verið mikill aðdáandi alveg frá því hann kom fyrst fram. Ég man hvað ég var hissa þegar ég heyrði fyrst í honum. Hann bjó til nýjan heim. Þessi dauðdagi er líka alveg ótrúlegur – hvernig hann kemur með lokaplötu þar sem hann slúttar öllu, eins og þessu hafi verið leikstýrt,“ segir Jón Óskar og viðurkennir að hann syrgi stjörnuna.
„Algjörlega og ég hef verið mjög hissa hvað margir virðast hafa verið Bowie-aðdáendur. Hér áður fyrr fannst mér ég eini maðurinn sem hafði áhuga á þessu. Það virðast allir hafa verið „private“ í þessum áhuga á honum.
Hann er allra stærstur í mínu lífi, hann og Bítlarnir. Bowie og Ringo Starr og Kinks – ég er mikill aðdáandi Ray Davies.“