Á morgun fyrir leik FH og Vestra í Bestu Deild karla verður besta FH lið sögunnar tilkynnt hátíðlega.
Um 1000 manns greiddu atkvæði í þessari kosningu og erum við hæstánægðir með hversu margir kusu sína bestu 11.
Tilnefndir voru leikmenn í hverja stöðu fyrir sig sem höfðu leikið amk 3 tímabil með Fimleikafélaginu allt frá árinu 1964.
Elsti leikmaðurinn sem var tilnefndur var Bergþór Jónsson fæddur 1935 en yngstir voru Baldur Logi Guðlaugsson og Ólafur Guðmundsson núverandi leikmaður FH, fæddur 2002.