fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða Landsbankanum tæpar 300 þúsund krónur, ásamt dráttarvöxtum, vegna úttekta af kreditkorti sem maðurinn sagðist ekki bera neina ábyrgð á. Ágreiningur málsins sneri að 22 úttektum af kreditkortum mannsins frá 17. júní 2023, sem teknar voru út í brasilískum gjaldeyri, samtals að fjárhæð 259.229 krónur.

Fyrir dómi sagði lögfræðingur Landsbankans að greiðslukort mannsins hefði verið tengt við Google-Pay í síma þann 8. júní. Þegar þetta hafi átt sér stað hafi verið send tvö SMS-skeyti til mannsins og  hann beðinn um að staðfesta með einskiptis-auðkennisnúmer/kóða að það væri hann sem væri að  framkvæma aðgerðina. Sú staðfesting hafi borist.

Þá hafi einnig verið sendur tölvupóstur á uppgefið netfang mannsins sama dag, á  þann  veg  að ef  hann  kannaðist  ekki  við  framangreint skyldi  hann  hafa samband  við Landsbankann eða  neyðarsímanúmer kortafyrirtækisins.

Engar athugasemdir hafi verið gerðar af hálfu mannsins, hvorki í tölvupósti né með öðrum hætti fyrr en þá síðar. Umþrættar úttektir hefðu síðan átt sér stað níu dögum eftir tengingu Google-Pay við kortið, og til þess að framkvæma þær úttektir hafi  jafnframt þurft að hafa aðgang að öryggisnúmeri kortsins. Maðurinn hafi ekki gert athugasemdir við úttektirnar fyrr en fimm dögum eftir þetta eða um  hálfum mánuði eftir að kortið var tengt Google-Pay.

Ekki við Landsbankann að sakast

Sagði Landsbankinn að hafi einhverjir aðrir en maðurinn haft aðgang að öllum öryggisþáttum til notkunar kortsins þá væri ekki við Landsbankann að sakast. Hann geti ekki komið í veg fyrir notkun kortsins þegar svo háttar til.

Þá geti bankinn ekki stjórnað því hvernig stillingum um notkun kortsins sé háttað, það er hvort handhafi þess fái sent auðkenni við hverja notkun kortsins erlendis eða ekki. Skjal sem maðurinn lagði fram um rafræna auðkenningu á tímabilinu 10. maí til 22. júní 2023 sé ekki sönnun í málinu, enda séu staðfestingar á öryggisatriðum kortsins ekki gerðar með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni.

Öryggisbrestir og ótíndir glæpamenn

Maðurinn sagði fyrir dómi að málið gæti eingöngu snúist um það hvort krafan sé tilkomin vegna „úttekta stefnda“ af Visa-kortinu. Benti hann á að öryggisbrestir hafi valdið því að ótíndir glæpamenn hafi náð að taka fé út af kortinu.

Ljóst sé af gögnum frá Auðkenni að ekki hafi verið krafist neinna staðfestinga af hans hálfu á þeim dögum eða tíma sem um ræði. Hann viti ekki og þá geti ekki skipt máli hvort hann hafi skráð viðkomandi kort inn á Google-Pay. Í umrætt sinn hafi hann verið í vinnuferð úti á landi og sé þá ekki í tölvupóstsambandi. Hann telji hins vegar að það hafi verið brotist inn í símann og hann hafi tilkynnt lögreglu það en hún brugðist við með því að hlæja að honum.

Þarf að greiða samtals 700 þúsund krónur

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Landsbankinn efist í raun ekki um frásögn mannsins, að einhver hafi komist inn á reikninginn til að komast yfir fé. Landsbankinn beri ekki ábyrgð á því.

„Hvað varðar öryggisþætti um notkun kortsins þá segir í  viðskiptaskilmálum stefnanda að sannvottun/auðkenning til notkunar kortsins sé gerð með persónubundnum skilríkjum  eins og PIN eða  einskiptis auðkennisnúmeri/kóða. Staðfesting úttekta af kortinu fer því ekki fram með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni. Um önnur atriði sem tengjast öryggi  um úttektir af greiðslukorti í síma stefnda eða um meintan öryggisbrest af hálfu stefnanda liggur ekkert fyrir. Af framangreindu telst ósannað annað en að stefndi beri ábyrgð á þeim úttektum sem gerðar voru af kreditkortihans, með vísan til þeirra almennu viðskiptaskilmála sem um notkun kortsins gilda, einkum ákvæðis 5.4. Verður því fallist á að stefnda beri að greiða stefnanda umkrafða fjárhæð ásamt dráttarvöxtum eins og  nánar getur um í dómsorði.“

Auk þess að vera dæmdur til að greiða Landsbankanum 300 þúsund krónur var honum gert að greiða 400 þúsund krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“