Risastór undirskriftasöfnun þar sem þjónusta Bjarna Benediktssonar sem forsætisráðherra var afþökkuð er horfin af island.is.
Hefur þetta vakið nokkurn kurr og tortryggni á meðal þeirra sem hafa undanfarið ætlað að setja nafn sitt á listann. Undirskriftir voru komnar yfir 41 þúsund þegar söfnunin hvarf skyndilega af netinu, þann 23. apríl síðastliðinn.
Ábyrgðarmaður söfnunarinnar var Eva Lín Vilhálmsdóttir en hún vildi ekki tjá sig um málið er DV hafði samband við hana. Hins vegar er skýringin á hvarfi undirskriftarsöfnunarinnar einföld. Hún hafði aðeins tveggja vikna gildistíma og hvarf því, reglum samkvæmt, af island.is eftir þann tíma. Engar tortryggilegar ástæður eru hér að baki.