Þær fréttir berast frá Ítalíu að Chelsea sé að skoða það að kaupa Wojciech Szczesny til félagsins í sumar.
Szczesny er 34 ára gamall pólskur markvörður en staða markvarðar hefur verið til vandræða hjá Chelsea síðustu ár.
Chelsea keypti Robert Sanches frá Brighton fyrir tímabilið en honum hefur ekki tekist að heilla menn.
Szczesny þekkir enska boltann vel eftir að hafa leikið lengi vel með Arsenal.
Talið er að Juventus sé tilbúið að skoða að selja Szczesny sem hefur reynst félaginu vel.
Fleiri markverðir eru orðaðir við Chelsea en þar má nefna Jordan Pickford markvörð Everton.