Juventus leiðir kapphlaupið um Mason Greenwood samkvæmt miðlum á Englandi í dag.
Greenwood er 22 ára gamall en er á láni hjá Getafe frá Manchester United.
Enski framherjinn hefur átt góða endurkomu í boltann eftir 18 mánaða fjarveru, hann var undir rannsókn lögreglu en málið var fellt niður.
Nú vilja nokkur félög í Evrópu kaupa hann en sagt er að Manchester United fari fram á 40 milljónir punda fyrir hann.
Komi ekki slíkt tilboð er talið líklegt að félagið muni taka Greenwood aftur og reyna að koma honum í gang á Englandi.