fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theódór Skúli Sigurðsson, sérfræðingur í gjörgæslulækningum barna, segir átakanlegt að horfa upp á lítil börn fá kíghósta. Theodór ræddi þetta í samtali við RÚV í gær.

Tilfellum kíghósta hefur fjölgað mjög hér á landi að undanförnu og samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hafa sautján tilfelli greinst hér á landi, flest á höfuðborgarsvæðinu.

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir í Morgunblaðinu í dag að um sé að ræða mjög smitandi pest sem fólk getur fengið þó það hafi fengið hana áður. Hún bendir á að yngsti einstaklingurinn sem smitast hefur sé tveggja ára og sem betur fer hafi pestin ekki lagst á ungbörn.

Bólusetning veitir vernd

Á vef Landlæknis kemur fram að bólusetning sé áhrifarík leið til að koma í veg fyrir sjúkdóminn hjá ungum börnum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4 og 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki lengur en í tíu ár og því er möguleiki á að smitast aftur á ævinni. Þá er bent á að bólusetning barnshafandi kvenna dragi verulega úr sjúkdómi hjá börnum á fyrsta ári, sérstaklega börnum undir þriggja mánaða aldri sem ekki hafa fengið bólusetningu sjálf. Frá árinu 2019 hefur öllum barnshafandi konum verið boðin bólusetning gegn kíghósta í mæðravernd.

Theodór Skúli var í viðtali við RÚV í gær en hann þekkir vel hvaða áhrif kíghósti getur haft á lítil börn. Hann stundaði sérnám í Svíþjóð þar sem upp komu alvarleg tilfelli kíghósta sem rekja mátti til vanbólusetningar foreldra umræddra barna.

„Og svo þegar þessir einstaklingar komust á barneignaraldur þá jókst tíðni kíghósta í ungabörnum. Ég lenti í því að það voru allnokkur börn, ungabörn, sem komu inn með kíghósta og í öllum tilfellum höfðu þau sýkst af foreldrum. Þessi börn urðu öll mjög veik, alvarlega veik, þau lentu öll í öndunarvélum og því miður var eitt barn sem ekki lifði af þá sýkingu og það er náttúrulega algjör harmleikur,“ sagði Theodór við RÚV og bætti við:

„Þetta eru mjög alvarlegar sýkingar og átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta. Þar sem þau eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund og svo taka þau við sér aftur. Þannig að þetta er mjög alvarleg sýking í ungbörnum og mikilvægt að passa upp á að þau séu varin. Þar er allra best að verðandi mæður fylgi ráðleggingum um endurbólusetningu.“

„Þetta er heimska“

Viðtalið við Theodór vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum hér á landi og sköpuðust umræður um tregðu fólks til að þiggja bólusetningu.

„Ég bara trúi því ekki að ég þurfi árið 2024 að hafa áhyggjur af því að 1 árs gamla barnið mitt eigi það á hættu að smitast af kíghósta og mislingum á Íslandi,“ sagði til dæmis ein móðir og bætti við: „Þetta er toppurinn á skorti á vísindalæsi og heilbrigðri skynsemi. Og ég bara leyfi mér að segja það þetta er: heimska“

Einn vildi þó nota sterkara orð en heimska.

„Það liggur nú við að það þurfi að grípa til sterkari orða en „heimsku“ þegar um er að ræða líf og heilsu ekki bara eigin barna heldur barna annars fólks líka.“

Theodór sagðist einmitt í viðtalinu við RÚV hafa áhyggjur af því að almenn tortryggni í samfélaginu hafi aukist í kjölfar Covid-19 faraldursins. Mikilvægt sé að halda þeirri háu tíðni bólusetninga sem hafa verið við lýði á Íslandi og passa sérstaklega upp á að vernda litlu börnin.

Á vef Landlæknis má nálgast frekari upplýsingar um kíghósta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?