Manchester United er líklegasta félagið til að hreppa Michael Olise, leikmann Crystal Palace, vilji hann fara frá Selhurst Park í sumar. ESPN segir frá.
Kantmaðurinn knái hefur komið að ellefu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er á óskalista stórliða.
Það má búast við að nokkuð verði um breytingar á leikmannahópi United í sumar með komu Sir Jim Ratcliffe og INEOS til félagsins.
Í vikunni komu fréttir um að félagið væri til í að skoða tilboð í flestalla leikmenn þess en Olise gæti orðið hluti af nýjum kafla á Old Trafford.