Fyrri leikjum undanúrslita Sambandsdeildarinnar var að ljúka.
Í Birmingham tók Aston Villa á móti Olympiacos en byrjaði alls ekki nógu vel. Ayoub El Kaabi kom gríska liðinu í 0-2 áður en Ollie Watkins minnkaði muninn skömmu fyrir hálfleik.
Moussa Diaby jafnaði snemma í seinni hálfleik og allt á réttri leið hjá Villa. Þá tók hins vegar Olympiacos við sér á ný og El Kaabi fullkomnaði þrennuna.
Santiago Hezze innsiglaði svo fremur óvæntan 2-4 sigur þeirra og Villa í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn.
Á Ítalíu tók Fiorentina á móti Club Brugge og vann 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom í blálokin.
Aston Villa 2-4 Olympiacos
0-1 El Kaabi 16′
0-2 El Kaabi 29′
1-2 Watkins 45+1′
2-2 Diaby 52′
2-3 El Kaabi (víti) 56′
2-4 Hezze 67′
Fiorentina 3-2 Club Brugge
1-0 Ricardo Sottil 5′
1-1 Vanaken (víti) 17′
2-1 Belotti 37′
2-2 Thiago 63′
3-2 Nzola 90+1′