Chelsea vann sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Vonir Tottenham um Meistaradeildarsæti dvína því töluvert en liðið er 7 stigum á eftir Aston Villa, á þó leik til góða. Chelsea er komið upp í áttunda sæti.
Trevoh Chalobah sá til þess að Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik en Nicolas Jackson innsiglaði 2-0 sigur í seinni hálfleiknum.
Chelsea 2-0 Tottenham
1-0 Trevoh Chalobah 24′
2-0 Nicolas Jackson 72′