fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 20:04

Nadía skoraði sigurmark Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Bestu deild kvenna.

Valur tók á móti Víkingi og lenti undir snemma leiks eftir mark Hafdísar Báru Höskuldsdóttur í upphafi leiks. Skömmu síðar jafnaði hins vegar Jasmín Erla Ingadóttir og rétt fyrir hálfleik kom Amanda Andradóttir Val yfir með marki af vítapunktinum.

Heimakonur gengu svo frá leiknum í seinni hálfleik. Kate Cousins og Jasmín komu þeim í 4-1 á fyrsta stundarfjórðungi hans. Nadía Atladóttir kom inn á og skoraði fimmta markið með flottum skalla. Hún fagnaði vel gegn sínu gamla liði.

Ísabella Sara Tryggvadóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir bættu svo við mörkum áður en Selma Dögg Björgvinsdóttir minnkaði muninn í 7-2 úr víti í lokin. Urðu það lokatölur.

Valur er í efsta sæti deildarinnar með 9 stig en Víkingur er með 4.

Þór/KA tók þá á móti Þrótti og vann sterkan sigur. Sandra María Jessen heldur áfram að raða inn mörkum og gerði hún tvö í sitt hvorum hálfleiknum.

Caroline Murray minnkaði muninn fyrir Þrótt í lok leiks og lokatölur 2-1 fyrir Þór/KA, sem er með 6 stig. Þróttur er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Í gær

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Í gær

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford