fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Eyjan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði horfði andaktugur á þátt í Ríkissjónvarpinu að kvöldi baráttudags verkalýðsins um kennaraverkföll undangenginna áratuga og áhrif svonefndar þjóðarsáttar árið 1990 á kjaramálaumræðu.

Margt forvitnilegt kom þar fram og upp rifjaðist ýmislegt sem snjóað hefur yfir í minni Svarthöfða í áranna rás.

Sérstaka athygli og uppljómun vöktu minningar Ólafs Ragnars Grímssonar í tengslum við þjóðarsáttina árið 1990.

„Það hefur auðvitað margt verið sagt um þjóðarsáttina“, sagði Ólafur í þættinum. „Fæst af því er á réttu róli hvað snertir uppruna hennar og hvernig hún verður til.“

Í framhaldinu rekur Ólafur svo ríkulegan þátt sinn í að hún varð að veruleika og sá Svarthöfði ekki betur en að það rynni sögumanni til ryfja hversu illa menn muna eftir hans þætti í þessum merkasta kjarasamningi síðari áratuga þótt hann hafi fært fram einhverjar skýringar á því.

Undanfarið hefur verið nokkuð á það bent að forystumenn í bandarískum stjórnmálum standi hallandi fæti að andlegu atgerfi og heldur sígi þar á ógæfuhlið.

Ólafur Ragnar er sannarlega á svipuðu reki hvað aldur snertir en ekki fæst betur séð en að minni hans batni fremur með árunum og nú svo komið að hann man atburði sem engin annar man að hafi gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð
EyjanFastir pennar
13.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
13.03.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?