Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann neitar sök. RÚV greinir frá.
Héraðssaksóknari gaf út ákæruna í janúar en brotið á að hafa átt sér stað í júní 2022. Kolbeini er gefið að sök að hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni.
Móðir stúlkunnar krefst þess að Kolbeinn, sem á 64 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd, verði dæmdur til að greiða dóttur hennar þrjár milljónir í miskabætur. Verjandi Kolbeins vildi ekki tjá sig þegar RÚV leitaðist eftir því.
Kolbeinn spilaði síðast með Gautaborg í Svíþjóð en hann hefur einnig leikið fyrir lið eins og Ajax, Galatasaray og Nantes.