fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn ástsæli, Hörður Magnússon, mætti í nýjasta þátt af hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og fór þar meðal annars yfir brottreksturinn frá Sýn 2019, þar sem hann hafði starfað í tæp 20 ár.

Hörður hafði stýrt umfjöllun um efstu deild karla á Stöð 2 Sport við góðan orðstýr þegar hann var óvænt látinn fara.

„Aðdragandinn að brottrekstrinum var mjög skrýtinn. Ég fór svolítið að hugsa hlutina upp á nýtt. Íþróttafréttamennskan er bara hluti af líffstílnum og var kannski búin að taka of mikinn hluta af mínu lífi. Ég fór að sjá að maður fórnaði sér nánast allar helgar og kvöld í tæp 20 ár og svo var mönnum bara drullusama um það,“ sagði Hörður í þættinum.

„Þú áttir færri bandamenn. Ég var búinn að vera svo lengi og það voru stjórnendur sem voru komnir í burtu. Þannig maður kannski áttaði sig ekki á því að maður var kominn í mun viðkvæmari stöðu en maður var. Ég sagði alltaf mitt álit og það álit var kannski ekki orðið neitt rosalega vinsælt hjá þeim sem héldu um taumana.“

Hörður sagði þó að brottreksturinn sé eitt það besta sem hefur komið fyrir hann eftir á að hyggja.

„En ég sá það ekkert fyrstu mánuðina. Það tók mig ár að komast yfir biturleikann og vonbrigðin. Ég var að fara í sumarfrí, sem ég tók alltaf í október en ekki á sumrin út af Pepsi-mörkunum, en var beðinn um að vinna í þrjár vikur til viðbótar. Ég sagði bara ekkert mál. Á fyrsta degi eftir þessar þrjár vikur var ég í vaktafríi, þetta var á föstudegi og ég á leið í sumarfrí á mánudegi, þá var ég kallaður inn og látinn fara.

Ég var einmitt á leið að hitta yngstu strákana mína sem höfðu þá flutt til Spánar og ætluðu að vera þar vetrarlangt með móður sinni og fósturpabba. Þeir höfðu verið gríðarlega stór hluti af mínu lífi, ég hafði misst vinnuna og þeir höfðu flutt. Þá hrundi einhvern veginn heimurinn,“ sagði Hörður einlægur.

„Ég hef aldrei verið jafn niðurdreginn. Svo tókst mér að fara út til þeirra einu sinni en svo kom Covid. Þannig ég gat ekkert heimsótt þá almennilega í hálft ár. Það var svakalega erfitt. Það var ekki bara eitt, það var allt.“

Hörður er nú farinn að lýsa fótbolta á ný og nýtur þess í botn.

„Upphafið að upprisunni var þegar Viaplay kom inn á markaðinn og ég byrjaði að lýsa þar. Eftir að ég var búinn að ná mér aftur og orðinn sjálfstætt starfandi náði ég að sjá þetta allt í nýju ljósi. Á vissan hátt var þetta það besta sem gat komið fyrir. Það er mjög sterkt í mér að vera sjálfstæður og ég finn það núna að það hentar mér miklu betur. Mér finnst frábært að vera minn eigin herra. Auðvitað er ekki sama öryggi og var áður, en það er í raun og veru bara falskt öryggi. Ég ber ekki kala til neins og svona er bara þessi bisness.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Hörð og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Hér má hlýða á brot úr þættinum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara