Tveir leikmenn Manchester United hafa snúið aftur eftir meiðsli í aðdraganda leiks liðsins gegn Crystal Palace á mánudag.
Um er að ræða þá Anthony Martial og Jonny Evans.
Þeir verða því til taks á Selhurst Park á mánudag sé þess óskað.
Samningar beggja leikmanna renna út í sumar. Ljóst er að Martial á enga framtíð hjá United og er á förum en framtíð Evans er óljós.
Evans hefur spilað 25 leiki í öllum keppnum fyrir United á leiktíðinni, sem er meira en búist var við þegar hann skrifaði undir á Old Trafford á ný.
🔴↪️ Manchester United confirm Jonny Evans and Anthony Martial are back to training ahead of trip to Crystal Palace.
It will be the final month for Martial at Man United as he’s leaving as free agent in the summer. 👋🏻🇫🇷 pic.twitter.com/COliMZQa2x
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024