fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Pressan
Föstudaginn 3. maí 2024 08:30

Dubai er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, valdamesti maðurinn í Dúbaí, tilkynnti í síðustu viku að nýr alþjóðaflugvöllur verði reistur í landinu. Hann á að verða stærsti flugvöllur í heimi.

Ef þú hefur komið til Dúbaí þá veistu að núverandi flugvöllur er stór, risastór. En hann er greinilega ekki nógu stór. Nýi flugvöllurinn verður fimm sinnum stærri og verður sá stærsti í heimi að sögn Reuters.

Þar eiga að vera 400 hlið og hann á að geta annað 260 milljónum farþega á ári. Þar verða fimm samhliða flugbrautir.

Það þarf heila 70 ferkílómetra lands undir völlinn sem á að vera tilbúinn innan 10 ára. Verkefnið mun kosta sem nemur um 5.000 milljörðum íslenskra króna.

Sheikin segir að ekki sé nóg með að flugvöllurinn verði reistur, því það þurfi einnig að byggja íbúðarhúsnæði fyrir eina milljón manna.

Núverandi flugvöllur var tekinn í notkun 1960. Tæplega 90 milljónir farþega fara um hann árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys