fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bankabækur Dana tútna út

Pressan
Föstudaginn 3. maí 2024 06:30

Danskar krónur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir eru duglegir við að leggja peninga til hliðar og hafa verið það síðustu árin. Ekkert lát er á þeirri þróun og í mars jukust innistæður þeirra í dönskum bönkum um sem svarar til 112 milljarða íslenskra króna.

Í heildina eiga Danir sem svarar til um 23. 400 milljarða íslenskra króna á bankabókum sínum. Hafa þeir aldrei átt meira í banka samkvæmt tölum frá seðlabanka landsins.

Frá áramótum hafa innistæðurnar hækkað um sem nemur 175 milljörðum íslenskra króna og á síðustu 12 mánuðum nemur hækkunin sem nemur 1.480 milljörðum íslenskra króna.

Heildarinnistæðan svarar til þess að hver fullorðinn Dani eigi sem nemur um 4,9 milljónum íslenskra króna í banka. En auðvitað er það ekki þannig. Sumir eiga ekki krónu en aðrir háar fjárhæðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um