Í heildina eiga Danir sem svarar til um 23. 400 milljarða íslenskra króna á bankabókum sínum. Hafa þeir aldrei átt meira í banka samkvæmt tölum frá seðlabanka landsins.
Frá áramótum hafa innistæðurnar hækkað um sem nemur 175 milljörðum íslenskra króna og á síðustu 12 mánuðum nemur hækkunin sem nemur 1.480 milljörðum íslenskra króna.
Heildarinnistæðan svarar til þess að hver fullorðinn Dani eigi sem nemur um 4,9 milljónum íslenskra króna í banka. En auðvitað er það ekki þannig. Sumir eiga ekki krónu en aðrir háar fjárhæðir.