Everton þarf líklega að losa um fjármagn í sumar til þess að komast í gegnum regluverk um fjármál.
Everton hefur fengið refsingar á þessu tímabili en félagið hefur verið í vandræðum.
Nú segja ensk blöð að Chelsea hafi áhuga á að nýta sér þessa stöðu og kaupa markvörðinn, Jordan Pickford.
Chelsea hefur áhuga á að styrkja markvarðarstöðuna í sumar.
Fjárhagstaða Everton er slæm og þurfti félagið að fá 16 milljónir punda í láni á dögunum til að borga laun.
Everton hefur verið að reyna að selja hluta af félaginu til 777 Partners en það ferli hefur gengið hægt.