Erik ten Hag, stjóri Manchester United er allt annað en sáttur við enska miðla og segir þá ljúga.
Ten Hag segir það tóma þvælu að meirihlutinn af leikmannahópnum sé til sölu.
Slíkar fréttir birtust í vikunni. „Þetta er algjör brandari,“ sagði TEn Hag.
„Ég hef unnið lengi í fótboltanum, á hverju sumri eru 200 leikmenn orðaður við United og að við séum búnir að skoða málin og að það eigi að selja alla leikmennina.“
„Þetta eru ykkar sögur, þið búið til fyrirsagnir og takið ábyrgðina. Finnið ykkur betri heimildarmenn, ef það á að vera sannleikur.“