fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfram eru auknar líkur á nýju kvikuhlaupi í Sundhnúksgígaröðinni en land heldur áfram að rísa við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Landsris við Svartsengi hefur haldist jafnt undanfarna daga ef horft er til síðustu vikna. Áður hafði komið fram að hægt hefði á landsrisi. Þrýstingur heldur áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Óvissa er um framhaldið en líkur eru á því að kraftur eldgossins sem nú stendur yfir í sundhnúksgígaröðinni aukist.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Skjálftavirkni hefur aukist á Sundhnúksgígaröðinni síðustu daga. Um er að ræða smáskjálfta sem eru líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó