fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 10:58

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í september í fyrra er hann ætlaði með flugi til Póllands hefur verið sakfelldur fyrir peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn, sem er Pólverji, fæddur árið 1981, var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 16. september 2023, er hann var á leið í flug til Varsjár í Póllandi. Í fórum sínum hafði hann rétt tæplega tvær milljónir króna í reiðufé. Var hann ákærður „fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 2. desember 2023 til 4. desember 2023 tekið við samtals kr. 1.990.000 í reiðufé frá óþekktum aðila eða aðilum en ákærða gat ekki dulist að um væri að ræða ávinning af sölu og dreifingu fíkniefna og eftir atvikum öðrum refsiverðum brotum,“ eins og segir í ákæru.

Ennfremur sagði í ákærunni:  „Með háttsemi sinni móttók ákærði ávinning af refsiverðum brotum, geymdi ávinninginn, flutti og leyndi ávinningnum og upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans.“

Héraðssaksóknari krafiðst þess að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá var þess krafist að féð sem lögreglan tók af manninum og haldlagði yrði gert formlega upptækt.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og virðist augljóst að hann hefur strokið úr landi. Dómurinn yfir honum hljóðar upp á fjóra mánuði skilorðsbundið fangelsi. Einnig er ljóst að hann fær peningana ekki aftur en samkvæmt dómnum er honum gert að sæta upptöku á 1.990.000 krónum sem varðhveitta eru á bankareikningi Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Féð er talið vera ávinningur af sölu og dreifingu fíkniefna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis