Kieran McKenna þjálfari Ipswich er efstur á óskalista Brighton en það er búist við því að Roberto De Zerbi hætti í sumar.
De Zerbi er orðaður við starfið hjá Bayern, Manchester United og fleiri liðum.
McKenna hefur gert magnaða hluti með Ipswich en liðið er einu stigi frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.
McKenna var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United en hann kom Ipswich upp úr þriðju efstu deild á síðasta ári.
Guardian segir að Brighton vilji fá McKenna til starfa í sumar ef De Zerbi hoppar frá borði.