Mikel Arteta virðist vera búinn að gefast upp á því að Gabriel Jesus sé framherjinn fyrir Arsenal.
Þannig segir Athletic frá því í dag að Arsenal sé tilbúið að selja hann í sumar.
Jesus er 27 ára gamall framherji frá Brasilíu sem Arsenal keypti frá Manchester City fyrir tæpum tveimur árum.
Jesus hafði átt góða tíma hjá City en yfirleitt verið í aukahlutverki þar.
Kappinn hefur meira og minna verið á bekknum undanfarnar vikur þegar Arsenal er að berjast um það að vinna ensku deildina.