Hún var dæmd fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, árið 2016. Gypsy þurfti að þola margra ára ofbeldi af hendi móður sinnar sem glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy, sem gerði það að verkum að hún beitti hinum ýmsu brögðum til að sannfæra umheiminn, sem og dóttur sína, um að Gypsy Rose væri langveik.
Sjá einnig: Sjáðu fyrstu myndirnar af frjálsri Gypsy Rose eftir 8 ára afplánun fyrir morðið á móður sinni
Mikið hefur gengið á síðan hún losnaði úr fangelsi. Hún giftist Ryan Scott Anderson á meðan hún sat inni og varði hún fyrstu mánuðum frelsisins með honum en þau eru nú að skilja.
Gypsy Rose lagðist nýverið undir hnífinn og gekkst undir fegrunaraðgerð á nefi í apríl
Nú er nefið búið að jafna sig og frumsýndi hún það á samfélagsmiðlum í gær.
Gypsy Rose hefur einnig látið skipta út silfurtönnunum sínum í hvítar gervitennur, en móðir hennar lét fjarlægja bæði tennur og munnvatnskirtla úr dóttur sinni, því hún hélt því fram að hún væri með skemmdar tennur. Sem var ekki rétt.
Gypsy Rose er nú byrjuð aftur með fyrrverandi unnusta sínum, Ken Urker. Þau voru trúlofuð á meðan hún sat inni frá 2018 til 2020. Þau fengu sér nýverið eins tattú af husky hundum.