Slysið varð í Casa Grande í Arizona í Bandaríkjunum og voru nokkur börn að leik í hoppukastalanum þegar öflug vindhviða feykti honum um koll.
Tveggja ára drengur, Bodhi, lést í slysinu og þá var ung stúlka flutt á slysadeild vegna handleggsbrots.
Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu drengsins á vefnum GoFundMe og hafa 169 þúsund Bandaríkjadalir, 23,7 milljónir króna, safnast nú þegar.
CBS greinir frá því að á árunum 2000 til 2021 hafi 28 börn látist í Bandaríkjunum í hoppukastalaslysum eins og þessu sem varð á laugardag.