Ralf Rangnick hefur hafnað því að taka við starfi FC Bayern sem næsti þjálfari liðsins. Bild segir frá.
Bayern hefur sótt fast að því að ráða Rangnick til starfa en hann er í dag landsliðsþjálfari Austurríkis.
Eftir nokkuð strangar viðræður hefur Rangnick hins vegar hafnað starfinu.
Rangnick er þriðji maðurinn sem hafnar Bayern en áður höfðu Xabi Alonso og Julian Naglesmann afþakkað starfið.
Naglesmann er með samning til ársins 2026 við Austurríki en þessum fyrrum þjálfari Manchester United ætlar að virða þann samning.