Jón Rúnar Halldórsson, áhrifamaður í íslenskum fótbolta og öflugur viðskiptamaður segir erlenda aðila ekki skilja upp né niður í því að hér á landi séu byggðar knattspyrnuhallir fyrir fleiri milljarða.
Jón Rúnar segir að aðilar sem tengjast ECA, sem eru samtök knattspyrnufélaga í Evrópu ekki botna neitt í þessu.
Jón sem var lengi vel formaður FH hefur komið að því að byggja knatthallir FH-ingar sem ekki eru upphitaðar. Köld hús sem koma í veg fyrir veður og vind, eitthvað sem Jón segir að tíðkist í Evrópu.
„Þetta er svo mikið rugl, fábjánagangur. Þetta er bling-gangur eins og krakkarnir sögðu,“ sagði Jón Rúnar í Chess after dark hlaðvarpinu.
Hann segir að það sé verra fyrir knattspyrnumenn að æfa í upphituðum höllum eins og eru í Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og víðar.
„Ég bendi á Erling Haaland, ólst upp í Noregi og ólst upp í svona höllum. Í upphitaðri höll eru loftskipti hægari, súrefnisupptaka er minni, leikurinn er hægari. Svo segja menn að það sé svo óþægilegt að vera í kuldanum, þú þarft að hreyfa þig. Við erum að sækja skjól fyrir snjó, rigningu og vindi.“
Hallir sem eru upphitaðar kosta miklu meira en höll eins og FH hefur byggt, líklega fimm eða sex sinnum meira.
„Það að vera að byggja hallir 5 og 6 milljarða, svo hafa klúbbarnir ekki efni á því að kaupa sér samloku á ferðalagi. Þetta er galið.“
„Það skilur þetta enginn í útlöndum, ekki nokkur maður.“