fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir því að stakir frídagar verði færðir að helgum. Bendir hann á að nú sé tími hinna stöku frídaga en víða erlendis hafi slíkir dagar verðir í því skyni að fjölga þriggja daga fríhelgum.

Kjartan gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að þegar launafólk fær þriggja daga helgi verði meira úr fríinu, starfsánægja aukist og afköstin einnig. „Þar sem slíkt hef­ur verið gert er­lend­is, dett­ur eng­um í hug að snúa til gamla fyr­ir­komu­lags­ins með því að gera frí­dag­ana staka á ný.“

Vinnuvikan slitin í sundur

Í grein sinni bendir hann á að sum­ar­dag­ur­inn fyrsti og upp­stign­ing­ar­dag­ur séu alltaf á fimmtu­degi.

„Þess­ir stöku frí­dag­ar á fimmtu­degi slíta í sund­ur vinnu­vik­una og valda þannig marg­vís­legu óhagræði. Til verður svo­nefnd­ur klemmu­dag­ur, þegar al­mennt launa­fólk þarf að mæta til vinnu á föstu­dag, eft­ir frí­dag­inn.“

Kjartan segir að á mörg­um vinnu­stöðum sé starfið skipu­lagt í fimm daga lot­um og það dragi úr fram­leiðni þegar slíta þarf lot­una í sund­ur vegna staks frí­dags á fimmtu­degi.

„Oft tek­ur því vart að hefja nýja lotu á föstu­degi eft­ir stak­an frí­dag og get­ur þá orðið lítið úr verki. Fækk­un klemmu­daga myndi leiða til auk­inn­ar fram­leiðni og verðmæta­sköp­un­ar, sem kæmi öll­um vel.“

Umtalsverð kjarabót

Kjartan bendir svo á að 1. maí fær­ist á milli viku­daga þannig að al­mennt launa­fólk fær ekki frí þegar hann lend­ir á helgi. Sem dæmi hafi 1. maí í ár lent á miðviku­degi svo fyr­ir marga varð vinnu­vik­an að tveim­ur tveggja daga lot­um.

„Með sam­komu­lagi um að færa frí­dag­inn vegna 1. maí að helgi og festa hann þar, myndi þess­um frí­dög­um fjölga um tvo á hverju sjö ára tíma­bili eða um 40%. Slík fjölg­un frí­daga hefði um­tals­verða kjara­bót í för með sér og því er erfitt að skilja af hverju verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur ekki tekið þessa hug­mynd upp á sína arma. Það mun­ar um minna. Svipað má segja um fimmtu­dags-frí­dag­ana ef þeir yrðu færðir að helgi. Þeir yrðu launa­fólki kær­komn­ir enda gæti það gert meira úr frí­inu en ella. Marg­ir myndu nota langa frí­helgi til ferðalaga en aðrir verja tím­an­um heima við með fjöl­skyldu og vin­um.“

Hann nefnir svo hvítasunnuhelgina og verslunarmannahelgina, tvær vinsælar langar fríhelgar vegna þess að þá er þriggja daga frí frá brauðstritinu.

„Með til­flutn­ingi áður­nefndra frí­daga yrði þess­um kær­komnu helg­um fjölgað og ekki er ólík­legt að það myndi auka gildi viðkom­andi hátíða. Fyrsta helg­in í maí yrði þannig kennd við verka­lýðinn eins og fyrsta helg­in í ág­úst er nú kennd við versl­un­ar­menn. Við fengj­um einnig þriggja daga su­mar­komu­helgi og upp­stign­ing­ar­helgi. Með langri helgi myndu skap­ast tæki­færi til að gæða viðkom­andi hátíðar­höld meira lífi en nú er.“

Kjartan bendir að lokum á að þessi hugmynd hafi oft verið rædd á Alþingi og í borg­ar­stjórn, oft­ast við ágæt­ar und­ir­tekt­ir, en það vanti að taka af skarið.

„Vissu­lega verður slík breyt­ing varla gerð nema í tengsl­um við kjara­samn­inga og gott væri ef frum­kvæðið kæmi frá launþega­hreyf­ing­unni. Ef fram kæmi óvænt andstaða við slík­ar hug­mynd­ir mætti auðvitað gera breyt­ingu í til­rauna­skyni. Þeirri breyt­ingu yrði ef­laust vel tekið af þorra þjóðar­inn­ar eins og alls staðar þar sem slíkt hef­ur verið reynt er­lend­is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni