Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, hefur keki hugmynd um hvort hann verði leikmaður liðsins næsta vetur.
Sancho segir sjálfur frá þessu en hann er ekki í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins, eftir rifrildi fyrr á tímabilinu.
Sancho var lánaður til Dortmund eftir það og hefur staðið sig með prýði í Þýskalandi þar semn hann þekkir vel til.
,,Ég bara hef ekki hugmynd. Ég er bara að einbeita mér að núinu,“ sagði Sancho um framtíðina.
Sancho lét þessi ummæli falla í gær fyrir leik Dortmund og PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.