Markavélin Jamie Vardy mun spila með Leicester í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur en þetta staðfesta enskir miðlar.
Um er að ræða 37 ára gamlan framherja sem raðaði inn mörkum fyrir Leicester í efstu deild á sínum tíma.
Vardy er hvergi nærri hættur og hefur samþykkt að skrifa undir nýjan eins árs samning á King Power vellinum.
Leicester hefur tryggt sér titilinn í Championship-deildinni en Vardy gerði tvö mörk er liðið vann 3-0 gegn Preston á mánudag.
Englendingurinn hefur verið orðaður við Sádi Arabíu og Bandaríkin en er ákveðinn í að reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni í síðasta sinn áður en ferlinum lýkur.