Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er mögulega og þá líklega á förum frá félaginu í sumar ef marka má ítalska miðilinn Gazzetta dello Sport.
De Zerbi hefur gert fína hluti með Brighton en hann telur sig vera búinn að gera allt sem hann getur með þann leikmannahóp sem hann er með í höndunum.
Um er að ræða ítalskan stjóra en AC Milan ku hafa mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir fyrir næsta vetur.
Stefano Piolo mun láta af störfum hjá Milan í sumar og er liðið að leita að arftaka hans og er De Zerbi líklegastur.
Aðrir stjórar eru þó einnig orðaðir við stöðuna og má nefna Julen Lopetegui, fyrrum þjálfara Real Madrid og spænska landsliðsins.